Tryggvi Snær Hlinason og Bilbao lögðu Leyma Coruna í ACB deildinni á Spáni í dag, 79-100.
Tryggvi lék rúmar 16 mínútur í leiknum og skilaði á þeim tveimur stigum, þremur fráköstum og vörðu skoti.
Eftir leikinn er Bilbao í 13. sæti deildarinnar með fimm sigra og átta töp það sem af er tímabili.