Í kvöld mættust Tindastóll og Breiðablik, Stólar áttu en eftir að vinna leik í deildinni eftir áramót og þurftu þeir virkilega á sigri að halda í kvöld til að detta ekki neðar úr baráttunni um úrslitakeppninni.
Blikar eru næst neðstir og það er nú svosem ekki mikil von hjá þeim að komast í úrslitakeppnina.
Leikurinn :
Breiðablik byrjuð leikinn mun betur og komust í 8 – 0 áður en Pétur náði að skora fyrsta stigið fyrir heimamenn. Eftir þessa byrjun eru stólarnir snöggir að koma með áhlaup til baka og eiga þeir 9 – 0 run til að svara 8 – 0 runninu hjá gestunum. Í lok fyrsta leikhluta voru það gestirnir sem leiddu 21 – 20.
Í byrjun annars leikhluta gerðu stólar vel að nýta það að bekkjar unitið hjá Blikum var inn á og náðu að byggja smá foryrstu. En eftir þann kafla náðu Blikar að koma sér aftur inn í leikinn og komust í foryrstu fyrir lok fyrsta hálfleiks.
Í þriðja leikhluta náðu síðan gestirnir að draga sig smá frá Tindastóls mönnum og voru að leiða með 10 stigum í lok 3 leikhluta.
Blikar byrjuðu síðan 4 leikhlutan mun betur en síðan settu Stólar nokkrar stemmings körfur og rifu áhorfendur með sér, við það náðu þeir að klóra sig aðeins framúr og kláruðu síðan leikinn á vítalínunni. 95 – 90 loka tölur á króknum.
Atkvæðamestir
Fyrir heimamenn var það Þórir Þorbjarnarsson sem var stigahæstur með 24 stig, 7 fráköst og 7 stoðsendingar. Hann skorað stærsta part af stigunum sínum í 4 leikhluta og má seigja að hann hafi leitt comebackið frá Stólunum. Á eftir honum var það Sigtryggur Arnar með 18 stig.
Fyrir gestina var Sölvi frábær sóknarlega með 26 stig, 4 stoðsendingar og 6 fráköst. Keith Jordan endaði síðan með 20 stig og 10 fráköst, síðan var Zoran virkic með 19 stig.
Kjarninn
Breiðablik byrjuðu leikinn mjög vel með 8 – 0 runni og var ekki mikil stemming hjá heimamönnum, þeir voru síðan í foryrstu lengsta partinn af leiknum áður en Stólar ná frábæru áhlaupi í lokinn og klára leikinn. Stærsta partinn af leiknum var lítið í gangi hjá Stólunum bæði sóknarmeginn og varnarmeginn, það er ekki gott sign ef Breiðablik getur mætt í síkið og skorað 90 stig. En þrátt fyrir að þetta hafi ekki verið góður leikur hjá Stólunum sá maður hvað þessi sigur þýddi mikið fyrir þá og það er spurning hvort að þetta muni kick starta góðum kafla hjá þeim fyrir úrslitakeppnina
Viðtöl :
Hvað svo?
Í næsta leik fara Stólarnir í risa stóran leik í garðabæ þar sem við munum vonandi sjá comebackið hjá Keyshawn Woods sem var tilkynntur í gær. Það er ljóst að þeir þurfa að detta í gang og finna stemmingu til að komast í úrslitakeppnina og komast langt í henni
Í næstu umferð fara Blikar í Reykjanes bæinn og spila við Njarðvíkinga sem voru flengdir í kvöld á móti Grindavík og mæta þeir örugglega brjálaðir til leiks til að sýna að þetta var bara einn leikur.
Umfjöllun – Bogi Sigurbjörnsson