spot_img
HomeBónus deildinBónus deild kvennaLoksins, Fjölnissigur á Hlíðarenda

Loksins, Fjölnissigur á Hlíðarenda

Á Hlíðarenda áttust við Valur og Fjölnir í neðri hluta deildarinnar. Þetta er þriðji leikur liðanna sem hafa flestir spilast með þeim áþekka hætti að Fjölniskonur byrja betur og Valskonur enda betur. Þannig var þetta í upphafi þessa leiks líka. Í fyrri hálfleik var munurinn mestur 14 stig Fjölni í vil en síðan söxuðu Valskonur á forskotið og enduðu á að ná eins stig forystu er blásið var til leikhlés.

Það sem var öðruvísi í þessum leik síðan var gríðanleg barátta Fjölnis í seinni hálfleik. Þær ætluðu sannarlega að selja sig dýrt. Það var nánast jafnt allan seinni hálfleikinn en Valur samt ætíð skrefinu á undan, mest 8-9 stigum en oftast 2-3 stig. Fjölniskonur börðust um alla bolta og uppskáru sem þær sáðu.

Spennustigið  í lokin fór vaxandi og var síðan mjög áþreyfanlegt þegar Fjölnir náði tveggja stiga forystu þegar 30 sek voru eftir.

Hjalti tók leikhlé og nú þurftu bæði lið að sýna yfirvegun og skynsemi.  Fjölnir varðist vel og sókn Valsmanna endaði í uppkasti sem þær áttu og 12,5 sek eftir. Aftur var tekið leikhlé!

Ekki gekk það betur en svo að Valskonur töpuðu boltanum án þess að koma honum í leik.

Þá var það Fjölnir sem tók leikhlé fyrir mögulega síðustu sóknina og tveimur stigum yfir.

Valur braut og Fjölnir fór á línuna, fyrsta geygaði, annað fór niður, það dugði.

Fjölnir vann 78-81

Tölfræði leiks

Myndasafn

Fréttir
- Auglýsing -