Þór Akureyri lagði Stjörnuna í Umhyggjuhöllinni í kvöld í 8. umferð Bónus deildar kvenna, 88-94. Eftir leikinn er Þór með fjóra sigra og fjögur töp, en leikurinn var sá fyrsti sem liðið vinnur á útivelli í deildinni í vetur. Stjarnan er sæti neðar í töflunni með þrjá sigra og fimm töp það sem af er keppni.
Liðin skiptust á að vera með forystuna í leik kvöldsins. Fyrst voru það heimakonur í Stjörnunni sem leiddu, en mest voru þær átta stigum yfir í fyrsta fjórðungnum, en undir lok hans nær Þór að snúa taflinu sér í vil, 21-23. Í öðrum leikhlutanum er svo komið að Þór að halda að leiða, en leikar standa þó enn frekar jafni er liðin halda til búningsherbergja í hálfleik, 51-52.
Segja má svo að leikurinn hafi verið í járnum vel inn í seinni hálfleikinn, en fyrir lokaleikhlutann munar aðeins þremur stigum á liðunum, 73-70. Um miðbygg þess fjórða nær Þór svo ágætis tökum á leiknum og halda forystu sinni allt til enda. Niðurstaðan, sex stiga sigur Þórs, 88-94.
Atkvæðamest fyrir Þór í kvöld var Madison Sutton með laglega þrennu13 stig, 13 fráköst og 12 stoðsendingar. Henni næst var Esther Fokke með 30 stig og 8 fráköst.
Fyrir Stjörnuna var Diljá Ögn Lárusdóttir atkvæðamest með 28 stig, 3 stoðsendingar og Denia Davis Stewart bætti við 19 stigum og 10 fráköstum.
Næsti leikur Þórs í deildinni er þann 3. desember gegn Njarðvík í Höllinni á Akureyri, en Stjarnan leikur degi seinna 4. desember gegn Grindavík í Smáranum.
Myndasafn (væntanlegt)