spot_img
HomeFréttirLokaumferðin í kvennaboltanum í kvöld

Lokaumferðin í kvennaboltanum í kvöld

13:13 

{mosimage}

 

 

Síðasta umferðin í Iceland Express deild kvenna í körfuknattleik fer fram í kvöld og er stórleikur kvöldsins toppslagur Keflavíkur og Hauka en leikurinn fer fram í Sláturhúsinu í Keflavík. Allir leikir kvöldsins hefjast kl. 19:15.

 

Leikir kvöldsins skipta ekki máli um hvernig liðin raðast niður í úrslitakeppnina en áætlað er að hún hefjist á fimmtudag í næstu viku. Í fyrstu umferð mætast Haukar og ÍS og Keflavík og Grindavík.

 

Í Grindavík mætast þær gulu og ÍS en botnslagur deildarinnar millum Breiðabliks og Hamars mun ráða úrslitum um hvort liðið heldur sæti sínu í deildinni. Breiðablik er með tveggja stiga forystu á Hamar en takist Hamri að leggja Breiðablik að velli þá halda þær sæti sínu í deildinni og Breiðablik fellur sökum innbyrðisviðureigna liðanna í vetur.

Fréttir
- Auglýsing -