spot_img
HomeFréttirLokaleikur 3. umferðar 1. deildar í dag

Lokaleikur 3. umferðar 1. deildar í dag

Þriðja umferð 1. deildar karla klárast í dag þegar Haukar sækja KFÍ-menn heim. Leikurinn hefst kl. 19:15 og er leikið á Ísafirði.
 
Þetta er sannkallaður toppslagur en þessum liðum bar spáð góðu gengi fyrir veturinn og talið að þau munu sitja í tveimur efstu sætum 1. deildar að loknu keppnistímabilinu.
 
Þau eru bæði ósigruð það sem af er með tvo sigra og ekkert tap á bakinu.
 
Einnig er leikið í neðri deildum og yngri flokkum helgina en leikina má sjá hér.
 
 
 
Fréttir
- Auglýsing -