Það hafa allir spilað bumbubolta þar sem einn leikmaðurinn kallar villu á allt. En hefur einhver lent í því að hringt var á lögregluna eftir villu?
Today for the first time in my life…I experienced someone call the police because they got fouled hard in basketball. pic.twitter.com/9E8lp9fmwP
— TrapMoneyBenny (@_togs) July 17, 2018
Leikmaðurinn í svörtu sem stendur við hliðina á lögregluþjóninum lét ekki duga að kalla villu á leikmanninn í gráu treyjunni í leiknum heldur hringdi einnig á lögregluna. Vissulega er aðeins of mikið að mæta í bumbubolta með ermar á báðum handleggjum en óþarfi að hringja á lögregluna samt. Sagan segir að Ermar hafi sett svo harða hindrun á vælukjóann að hann brunaði beint í símann og kallaði á lögguna. Óvíst er hvernig kæran hafi hljóðað en "ballin' while black" eða "illegal screen" hljómar ekki ólíklega í þessu tilfelli. Málinu lyktaði hins vegar með pirringi lögregluþjónsins yfir að vera kallaður út í slíka vitleysu.
Við erum samt öll gaurinn í bláa bolnum til vinstri með heddfónin – skiljum þetta ekki.