Logi "Geimgengill" Gunnarsson hefur kannski ekki spilað eins marga "El Classico" leiki og Magnús Gunnarsson, þar sem hann hefur aðeins leikið 6 tímabil á Íslandi. Það er ekki þar með sagt að hann sé eitthvað minna spenntur fyrir leiknum í kvöld.
"Þetta er alveg geggjað! Allir í bæjarfélaginu eru að tala um leikinn – bæði fyrir og eftir. Það er alltaf ákveðin stemning í Reykjanesbæ fyrir þennan viðburð."
Njarðvík og Keflavík skildu jöfn með sín hvorn sigurinn, sem báðir unnust á útivelli, svo það hlýtur að vera markmið Njarðvíkinga að vinna þá báða í ár? "Jú, klárlega. Þetta eru alltaf hálfgerðir úrslitaleikir þó að þeir séu á miðju leiktímabili. Þetta eru þeir leikir sem skiptir félagið okkar mestu máli að vinna á tímabilinu."
Jafnræði er með liðunum í ár og því viðbúist að einhver læti verði í kvöld? Bæði lið eru á toppi deildarinnar ásamt Grindavík. Bæði lið vilja auðvitað halda sér þar svo það verða pottþétt læti í kvöld. Þannig er það skemmtilegast."
Hvernig ætlar svo Logi Gunnarsson að undirbúa sig fyrir leikinn í kvöld? "Bara á sama hátt og ég hef gert allan minn feril. Fór að æfa í morgun og tók létta skotæfingu. Borða góðan hádegismat og tek klukkutíma lúr. Þá er ég klár í slaginn!"
Njarðvík – Keflavík hefst í Ljónagryfjunni kl. 19:15 í kvöld og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.