spot_img
HomeFréttirLogi: Sá strax að deildin er sterk

Logi: Sá strax að deildin er sterk

15:24 

{mosimage}

 

 

 

Logi Gunnarsson samdi í síðustu viku við finnska liðið ToPo og lék um helgina sinn fyrsta leik fyrir félagið eins og Karfan.is hefur þegar greint frá. Logi fór rakleiðis á æfingu með liðinu á föstudegi og svo beint í leik á laugardegi þar sem hann skilaði 30 mínútum og 15 stigum í hús í sigurleik hjá ToPo.

 

Hvernig lagðist fyrsti leikurinn í þig?

Bara vel, ég náði að læra nokkur kerfi en maður fer bara inn á völlinn og spilar sinn leik og þá verður allt í góðu.

 

Hvernig bolta er ToPo að spila og hver er þín tilfinning fyrir finnsku

deildinni?

Ég sá strax að finnska deildin er sterk, vörnin er virkilega góð og liðið okkar leggur mikið upp úr henni. Sérstök áhersla er á réttar hreyfingar á liðsvörninni (færslur og hjálparvarnir) en við spilum hraðan bolta og það hentar mér vel.

 

Þú komst inn á sem varamaður, sérðu fram á að geta unnið þér inn

byrjunarliðssæti á næstunni?

Ég tel að ég geti unni mér sæti í því, sér í lagi ef tekið er mið af því að ég spilaði allra mest í leiknum síðasta laugardag eða um 30 mínútur.

 

Logi sagði að lokum að nokkrir góðir bandarískir leikmenn væru á mála hjá ToPo og sumir gætu þekkt þá sem fylgdust vel með háskólaboltanum. Einn finnsku leikmannanna væri fyrrum landsliðsmaður og hafi spilaði í mörgum af sterkustu deildum Evrópu en hann heitir Kumpulainen.

   

Fréttir
- Auglýsing -