Bakvörður Njarðvíkur Logi Gunnarsson mun áfram leika með liðinu á næsta tímabili í Subway deild karla samkvæmt færslu sem hann setti á samfélagsmiðla á dögunum.
Þó Logi sé með eldri leikmönnum sem leikið hafa í deildinni skilaði hann sínu fyrir Njarðvík á yfirstandandi leiktíð, með 8 stig, 2 fráköst og 2 stoðsendingar að meðaltali í leik fyrir liðið sem bæði vann bikartitil í upphafi tímabils og deildarmeistaratitilinn nú í lok deildarkeppninnar.
Færslu Loga í heild sinni má sjá hér fyrir neðan, en í henni segir:
25. tímabilið á enda. Endaði ekki eins og við vildum. Engu að síður frábært tímabil hjá félaginu okkar. Fyrstu titlarnir í mörg ár unnust. Bikar og deildarmeistaratitilar hjá körlunum og kvennaliðið okkar Íslandsmeistarar beint úr 1.deildinni. Ótrúlegur árangur og einstakt afrek hjá þeim.
Læt fylgja myndir af tímabilinu og eina gamla frá fyrsta titlinum , “97 – “98 tímabilinu.
Ég tek svo allavegana eitt tímabil í viðbót. Þetta er bara of gaman