spot_img

Logi með í kvöld

Njarðvík heimsækir Valsara í 14. umferð Dominos deildar karla í kvöld.

Topplið Njarðvíkur hefur verið á gríðarlegri siglingu og einungis tapað einum leik á tímabilinu og kom hann þann 25. október á síðasta ári gegn Tindastól.

Það versnar ekki ástandið á Njarðvík í kvöld þar sem Logi Gunnarsson snýr aftur á völlinn eftir smávægileg meiðsli sem hafa haldið honum frá fyrstu leikjunum á árinu 2019.

Fyrirliðinn ætti að styrkja öflugt lið enþá meira en Valsarar sitja í níunda sæti deildarinnar með átta stig. Leikurinn hefst kl 19:15 í Origo höllinni.

Fréttir
- Auglýsing -