{mosimage}
Logi Gunnarsson heldur áfram að fara á kostum, í kvöld skoraði hann 37 stig þegar lið hans ToPo sigraði Espoon Honka á heimavelli í framlengdum leik, 95-86. Logi hitti úr helming 2ja stiga skota sinna, 7/14 og 4 af 7 í 3ja stiga skotum og 11 af 13 vítum. Í framlengingunni skoraði Logi öll stig liðsins nema 2 sem Villie Tuominen skoraði úr vítum.