22:07
{mosimage}
Logi Gunnarsson átti enn einn stórleikinn fyrir ToPo Helsinki í kvöld þegar liðið sigraði UU-Korihait á heimavelli 96-92. Logi var stigahæstur ToPo mann með 29 stig auk þess að hirða 6 fráköst og gefa 3 stoðsendingar.
ToPo er því komið með 8 sigra í 14 leikjum og er í 4. sæti eins og stendur.
Tölfræði: http://213.197.180.56/fba/index.php/ZnVzZWFjdGlvbj1nYW1lcy5tYWluJmdfaWQ9MjMy
Mynd: Tuomas Venhola