Njarðvíkingar sömdu við þrjá lykilmenn í gær um áframhaldandi veru þeirra í meistaraflokki karla á komandi tímabili en þar er um að ræða Loga Gunnarsson, Maciej Baginski og Ólaf Helga Jónsson.
Logi, sem á að baki 147 landsleiki, var með 11,5 stig að meðaltali í leik á síðasta tímabili auk þess sem hann hitti úr um 40% þriggja stiga skota sinna.
Maciej, sem hefur leikið sex leiki með landsliðinu, lék 13 leiki með Njarðvík á síðasta tímabili þar sem hann var með 10,8 stig að meðaltali í leik en hann var einnig með 37% þriggja stiga nýtingu.
Ólafur Helgi lék alla 22 leiki Njarðvíkur á síðasta tímabili og var þar með 4,2 stig að meðaltali í leik.