Íslenska A-landsliðið í körfuknattleik er farið utan en liðið mætir Slóvökum á útivelli á laugardag. Logi Gunnarsson verður ekki með í för sökum veikinda. Logi var kominn með liðinu upp í Leifsstöð þegar ákveðið var að hann færi ekki með.
Íslenska liðið teflir því fram 11 leikmönnum á móti Slóvökum á laugardag. Í samtali við Karfan.is sagðist Logi hafa verið með uppköst og fleira svo hann hefði ómögulega getað komist með og svíður sáran þar sem þarna fer mikill keppnismaður. Þá vonaðist Logi til að vera kominn í gang strax í næsta leik eftir laugardag.