19:20
{mosimage}
Það má með sanni segja að Logi Gunnarsson taki finnsku deildina með trompi. Hann kom til Finnlands síðastliðinn föstudag og lék sinn fyrsta leik með ToPo á laugardag þar
sem hann skoraði 15 stig. Í kvöld var hann svo í byrjunarliði ToPo sem heimsótti
Tampereen Pyrinto og skoraði Logi 36 stig í 94-82 sigri ToPo. Logi hitti úr 8 af 13
þriggja stiga skotum sínum og alls úr 12 af 20 skotum úti á velli auk þess að taka 5
fráköst. ToPo hefur því unnið 3 af fyrstu 4 leikjum sínum í deildinni. Sannarlega glæsileg byrjun hjá Loga í Finnlandi.
Darrell Lewis og félagar í Sporting Athens heimsóttu KAO Dramas í kvöld og töpuðu
72-87 í leik þar sem Darrell skoraði 14 stig. Þetta var fyrsta tap Sporting en liðin
í grísku annarri deildinni hafa leikið 3 leiki.