spot_img
HomeFréttirLogi frábær í sigri Solna

Logi frábær í sigri Solna

Logi Gunnarsson var stigahæstur í kvöld þegar lið hans Solna lagði 08 Stokkhólm á útivelli 76-92. Logi skoraði 23 stig. Með sigrinum fór Solna upp um eitt sæti í deildinni og eru í 6. sæti með sex sigra í 13 leikjum.
Logi var sjóðandi í leiknum en hann setti níu af 12 skotum sínum. Hann var með 4/5 í tveggja og 5/7 í þristum. Hann var að auki með þrjú fráköst, tvær stoðsendingar og einn stolin en engan tapaðan.
 
Hann er sem enn stigahæsti leikmaður Solna að meðaltali en hann skorar 19.8 stig í leik.
 
Mynd: Logi var funheitur í kvöld og brást varla bogalistin – Magnus Neck
 
Fréttir
- Auglýsing -