spot_img
HomeFréttirLogi fiskaði ruðning í lokin

Logi fiskaði ruðning í lokin

18:32

{mosimage}

Eins og karfan.is greindi frá í morgun sigraði Gijon, lið Loga Gunnarssonar í síðasta leik sínum í LEB deildinni í gær. Leikurinn var æsispennandi og þegar 10 sekúndur voru eftir áttu Menresa menn möguleika að á komast yfir en Logi fiskaði ruðning og þar með tryggðu Gijon menn sér sigur.

  Þar sem Gijon endaði í þriðja neðsta sæti leika þeir gegn liðinu sem varð í næst neðsta sæti, Aguas de Valencia Gandia, um fall. Sigra þarf þrjá leiki og byrja Gijon menn á að leika fyrstu tvo heima, nú á fimmtudag og svo laugardag. 

Þá þurfa Jakob Örn Sigurðarson og Vigo menn einnig að leika eins úrslitkeppni um fall úr LEB2 deildinni nema Vigo endaði í næst neðsta sæti og þarf því að leika fyrstu tvo leikina á útivelli. Fyrstu tveir leikirnir fara fram um næstu helgi á heimavelli Cai Huesca la Magia en þann 9. verður svo leikið fyrst á heimvelli Vigo.

[email protected]

Mynd: www.gijonbaloncesto.com

 

Fréttir
- Auglýsing -