spot_img
HomeBónus deildinBónus deild kvennaLögðu Tindastól með 25 stigum

Lögðu Tindastól með 25 stigum

Aþena lagði Tindastól í Austurbergi í kvöld í B riðil Bónus deildar kvenna, 95-70.

Eftir leikinn er Tindastóll í 2. sæti B riðils með 16 stig á meðan Aþena er í 5. sætinu með 10 stig.

Leikur kvöldsins var nokkuð jafn framan af. Í upphafi voru það gestirnir frá Sauðárkróki sem voru skrefinu á undan. Fjórum stigum yfir eftir fyrsta leikhluta, 15-19 og einu stigi þegar liðin héldu til búningsherbergja í hálfleik, 36-37.

Seinni hálfleikurinn var svo eign heimakvenna frá upphafi til enda. Þær byggja sér upp þægilega forystu í þriðja fjórðungum, en munurinn var 12 stig fyrir lokaleikhlutann, 60-48. Þær ná svo enn að bæta í undir lok leiksins og fara að lokum með gífurlega öruggan 25 stiga sigur af hólmi, 95-70.

Stigahæstar fyrir Aþenu í leiknum voru Violet Morrow með 28 stig, Hanna Þráinsdóttir var með 16 stig, Lynn Aniquel Peters með 13 stig og Dzana Crnac var með 11 stig.

Fyrir Tindastól voru stigahæstar Randi Brown með 21 stig, Ilze Jakobsone var með 20 stig, Edyta Ewa Falenzcyk setti 13 stig og Zuzanna Krupa var með 8 stig.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -