Grindavík lagði Þór nokkuð örugglega í kvöld í 6. umferð Bónus deildar karla, 99-70.
Eftir leikinn eru liðin jöfn að stigum í 3. til 5. sæti deildarinnar með fjóra sigra eftir fyrstu sex umferðirnar líkt og Njarðvík.
Leikur kvöldsins var lengi framan af nokkuð jafn, þó Grindavík hafi verið skrefinu á undan. Þeir leiddu með 5 stigum eftir fyrsta leikhluta, 28-23 og 8 stigum í hálfleik, 52-44. Í upphafi seinni hálfleiksins ná heimamenn svo að láta kné fylgja kviði og eru með þægilega 21 stigs forystu fyrir lokaleikhlutann, 81-60. Í honum bæta þeir svo enn í og vinna leikinn að lokum með 29 stigum, 99-70.
Atkvæðamestur fyrir heimamenn í leiknum var Devon Thomas með 24 stig, 8 fráköst og 7 stoðsendingar. Honum næstur var Daniel Mortensen með 13 stig, 9 fráköst og 7 stoðsendingar.
Fyrir gestina úr Þorlákshöfn var það Jordan Semple sem dró vagninn með 16 stigum og 10 fráköstum. Þá skilaði Marreon Jackson 16 stigum, 6 fráköstum og 6 stoðsendingum.
Grindavík á leik næst komandi fimmtudag 14. nóvember gegn Álftanesi í Forsetahöllinni, en Þór leikur degi seinna föstudag 15. nóvember gegn Tindastóli heima í Þorlákshöfn.
Myndasafn (væntanlegt)