spot_img
HomeÚti í heimiEvrópaLögðu sæúlfana frá Rostock

Lögðu sæúlfana frá Rostock

Martin Hermannsson og Alba Berlin höfðu betur gegn Rostock Seawolves í þýsku úrvalsdeildinni í kvöld, 71-78.

Martin lék tæpar 19 mínútur í leiknum og skilaði á þeim 2 stigum, 2 fráköstum, 6 stoðsendingum og 2 stolnum boltum.

Með sigrinum færast Martin og félagar upp í 11. sæti deildarinnar þar sem þeir eru með 9 sigra og 10 töp það sem af er tímabili. Ljóst er að næstu leikir Berlínarliðsins í deildinni verða mjög mikilvægir, þar sem efstu 10 lið deildarinnar komast í úrslitakeppni, en deildin er gífurlega jöfn, þar sem það munar aðeins tveimur sigurleikjum á 4. sætinu niður í sæti 13.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -