Njarðvík hafði betur gegn nýliðum Hamars/Þórs í Þorlákshöfn í kvöld í lokaleik 16. umferðar Bónus deildar kvenna, 93-106.
Segja má að Njarðvík hafi haft stjórnina á leik kvöldsins lengst af. Þær leiddu með fjórum stigum eftir fyrsta leikhluta og með tíu stigum þegar liðin héldu til búningsherbergja í hálfleik.
Heimakonur ná góðu áhlaupi í þriðja leikhlutanum og er leikurinn í járnum að þremur leikhlutum loknum þar sem aðeins fjórum stigum munaði á liðunum gestunum í vil. Leikar stóðu svo nánast jafnir þangað til um miðbygg lokaleikhlutans, en þá setti Njarðvík fótinn á bensíngjöfina aftur og uppskar að lokum nokkuð þægilegan þrettán stiga sigur, 93-106.
Bestar í liði Njarðvíkur í kvöld voru Brittany Dinkins með 28 stig, 9 stoðsendingar og Emilie Hesseldal með 17 stig og 14 fráköst. Í liði heimakvenna var það Abby Beeman sem dró vagninn með 30 stigum og 11 stoðsendingum.
Sigurinn þýðir að Njarðvík færist upp að hlið Keflavíkur í 3. til 4. sætinu með 22 stig á meðan Hamar/Þór er í því 8. með 10 stig.