spot_img
HomeBónus deildinBónus deild kvennaLögðu Keflavík örugglega í Ólafssal

Lögðu Keflavík örugglega í Ólafssal

Haukar lögðu Keflavík í Ólafssal í kvöld í 8. umferð Bónus deildar kvenna. Með sigrinum eru Haukar við topp deildarinnar með 7 sigra og aðeins 1 tap á meðan Keflavík er í 3. sætinu með 5 sigra og 3 töp.

Fyrir leik

Ásamt Njarðvík hafa Haukarnir kannski verið það lið sem mest hefur komið á óvart það sem af er tímabili, voru fyrir umferðina í efsta sæti deildarinnar. Íslandsmeistarar Keflavíkur þó ekki langt undan, aðeins einum sigurleik fyrir neðan þær, en þær hafa verið án nokkurra lyklilleikmanna það sem af er deildarkeppni.

Gangur leiks

Liðin skiptust í nokkur skipti á forystunni í upphafi leiks. Lengst af voru heimakonur á undan í fyrsta fjórðungnum, en þegar hann var á enda voru gestirnir stigi yfir, 21-22. Í öðrum leikhlutanum ná Haukar að vera skrefinu á undan. Jasmine Dickey gerir þó hvað hún getur til að halda Keflavík inni í leiknum, setur 23 stig í fyrri hálfleiknum, en Haukar eru 5 stigum yfir þegar liðin halda til búningsherbergja í hálfleik, 47-42. Fyrir Haukana voru stigahæstar Eva Margrét og Lore Devos með 11 stig hvor.

Heimakonur í Haukum hefja seinni hálfleikinn af miklum krafti. Ná að láta Keflavík tapa boltanum og keyra svo í bakið á þeim aftur og aftur, ná 8-0 áhlaupi á fyrstu 2 mínútum þriðja leikhlutans, 55-42. Keflavík nær aðeins að spyrna við undir lok fjórðungsins, en mest komast Haukar 16 stigum yfir í fjórðungnum. Staðan fyrir þann fjórða, 71-63. Áfram halda gestirnir svo að saxa á forskotið í upphafi lokaleikhlutans og eru komnar aðeins 3 stigum frá heimakonum þegar aðeins nokkrar mínútur eru liðnar af fjórða, 70-67. Haukar ná þá að setja fótinn aftur á bensíngjöfina og eru þægilegum 11 stigum yfir þegar fimm mínútur eru til leiksloka, 85-74. Á lokamínútunum ná Haukar svo öllum völdum á vellinum og sigla að lokum gífurlega öruggum sigur í höfn, 100-83.

Atkvæðamestar

Atkvæðamest fyrir Keflavík í kvöld var Jasmine Dickey með 31 stig og 12 fráköst. Henni næst var Thelma Dís Ágústsdóttir með 17 stig og 5 fráköst.

Fyrir Hauka átti Diamond Battles stórgóðan leik og skilaði 27 stigum og 10 fráköstum. Þá bætti Lore Devos við 25 stigi og 4 stoðsendingum.

Hvað svo?

Bæði lið eiga leik næst komandi þriðjudag, en þá fær Keflavík lið Aþenu í heimsókn í Blue höllina og Haukar heimsækja Tindastól í Síkið á Sauðárkróki.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -