spot_img
HomeBónus deildinBónus deild karlaÖruggur sigur í Smáranum

Öruggur sigur í Smáranum

Grindavík lagði Hött í Smáranum í kvöld í 3. umferð Bónus deildar karla. Bæði voru liðin taplaus í fyrstu tveimur umferðunum. Grindavík er því í efsta sæti deildarinnar eftir leikinn með þrjá sigra, en ásamt þeim eru Þór og Stjarnan enn taplaus í deildinni.

Líkt og tölurnar gefa til kynna var leikur kvöldsins ekkert sérlega spennandi. Strax frá fyrstu mínútu höfðu Grindvíkingar tök á leiknum. Leiddu með 22 stigum eftir fyrsta leikhluta og 23 stigum þegar liðin héldu til búningsherbergja í hálfleik. Þeirri forystu héldu heimamenn svo í seinni hálfleiknum og vinna að lokum með 29 stigum, 113-86.

Atkvæðamestir í liði Grindavíkur í kvöld voru Devon Thomas með 38 stig, 6 fráköst, 6 stoðsendingar og Daniel Mortensen með 13 stig og 7 fráköst.

Fyrir Hött var Adam Heede-Andersen atkvæðamestur með 21 stig, 3 fráköst og 3 stoðsendingar. Honum næstur var Nemanja Knezevic með 16 stig og 7 fráköst.

Höttur á leik næst komandi fimmtudag 24. október gegn Njarðvík í MVA höllinni á meðan að Grindavík leikur degi seinna föstudag 25. október gegn Tindastóli heima í Smáranum.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -