Hamar/Þór hafði betur gegn Aþenu í uppgjöri nýliða 12. umferðar Bónus deildar kvenna í Hveragerði í kvöld, 100-83.
Aþena var betri aðilinn á upphafsmínútum leiksins og leiddu þær með sjö stigum að fyrsta fjórðung loknum. Heimakonur náðu þó að snúa taflinu sér í vil um miðbygg annars fjórðungs og eru sjálfar komnar með sjö stiga forystu í hálfleik.
Hamar/Þór leiddi svo út leikinn. Bættu hægt og bítandi við forystu sína í seinni hálfleiknum, voru mest 26 stigum yfir í þriðja leikhlutanum, en þökk sé góðum endaspretti nær Aþena að fara með muninn niður í 17 stig áður en leik lýkur, 100-83.
Atkvæðamestar heimakvenna í leiknum voru Abby Beeman með 32 stig, 10 fráköst, 16 stoðsendingar, 8 stolna bolta og Emma Sóldís Svan Hjördísardóttir með 24 stig og 5 fráköst.
Fyrir Aþenu var Vilet Morrow atkvæðamest með 25 stig. Henni næst var Lynn Aniquel Peters með 12 stig og 7 fráköst.
Eftir leikinn er Hamar/Þór í 6. til 8. sæti deildarinnar með 8 stig á meðan Aþena er í 9. til 10. sætinu með 6 stig.