spot_img
HomeFréttirLoftur: Góð vörn lykillinn að sigri

Loftur: Góð vörn lykillinn að sigri

06:00

{mosimage}
(Loftur að takast á við Egill Jónasson í leiknum í gær – sem virðist
 ekkert vera alltof sáttur)

Loftur Þór Einarsson, sem er nýgengin til liðs við Breiðablik, sagði við heimasíðu Breiðabliks að vörnin hefði verið lykillinn að sigri Blika á Njarðvíkingum í Reykjanesmótinu í gær.

,,Þetta var hörkuviðureign og fínn leikur. Það var mikið jafnræði með liðunum mest allan tímann. Njarðvík náði reyndar 10 stiga forskoti í 1. leikhluta en við náðum að saxa á það í þeim næsta. Í seinni hálfleik spiluðum við mjög vel saman sem lið og boltinn gek vel á milli manna. Í vörninni hjálpuðust við að og neyddum þá til að gera mikið af mistókum sem öðru fremur skópu þennan góða sigur."

Breiðablik endaði í 3. sæti Reykjanesmótsins sem verður að teljast ansi góður árangur en eins og flestir vita leikur félagið í 1. deild en Njarðvík í Úrvalsdeild.

mynd: [email protected]

heimild: www.breidablik.is

[email protected]

Fréttir
- Auglýsing -