spot_img
HomeFréttirLjúfur sigur Keflvíkinga gegn KFÍ

Ljúfur sigur Keflvíkinga gegn KFÍ

Keflvíkingar sigruðu KFÍ nokkuð auðveldlega í kvöld þegar liðin mættust í Toyotahöll þeirra Keflvíkinga.  111:102 var lokastaða leiksins og eins og sést var varnarvinnan kannski ekki höfð í fyrirrúmi hjá liðunum þetta kvöldið. Keflavík vann sinn fimmta deildarleik í röð og stöðvaði um leið KFÍ sem fyrir viðureign kvöldsins hafði unnið þrjá síðustu deildarleiki sína.
Leikurinn hófst vel fyrir aðkomumennina að vestan en þeir skoruðu fyrstu 11 stig leiksins. Svo virtist vera sem að vörn og sókn Keflvíkinga hafði gleymst inní búningsklefa liðsins. Darrell Lewis var fyrstur manna á blað hjá Keflavík en KFÍ átti fyrstu 5 mínútur leiksins.
 
Sigurður Ingimundarson var ekki par sáttur með sína menn og tók leikhlé og lét þá aðeins heyra það. Eftir það fór leikur Keflvíkinga að batna og vörnin aðeins að skerpast. 24-29 eftir 1.leikhluta. Leikurinn var nokkuð jafn í öðrum leikhluta, allt þar til að Keflvíkingar settu í þriðja gír þegar 5 mín voru eftir og náðu upp góðri forystu fyrir hlé. 55-43 fyrir Keflavík í hálfleik.
 
Þriðji leikhluti var hraður og skemmtilegur, þar sem að varnar vinna liðana var ekki uppá marga fiska og lokastaða leikins gefur glöggt til kynna. Besti maður Ísfirðinga var D.Pitts en hann var allt í öllu og bar leik liðsins uppi. Staðan fyrir loka leikhluta leiksins var 80-75 fyrir Keflvíkinga. Sigur Keflvíkinga var í raun aldrei í hættu, þrátt fyrir að Ísfirðingar börðust eins og ljón og reyndu hvað þeir gátu, náðu þeir aldrei að ógna andstæðingnum nema rétt fyrir lok leiksins en það var of seint. Lokatölur 111-102 fyrir Keflavík.
 
 
Texti: DÓ
Fréttir
- Auglýsing -