spot_img
HomeBónus deildinBónus deild karlaLjót skilaboð stuðningmanns til dómara

Ljót skilaboð stuðningmanns til dómara

Davíð Tómas Tómasson dómari segir farir sínar ekki sléttar eftir að hafa dæmt oddaleik Njarðvíkur og Þórs í átta liða úrslitum Subway deildar karla í Ljónagryfjunni í gærkvöldi.

Í færslu á samfélagsmiðlum fer Davíð yfir það hvernig hann og meðdómarar hans hafi farið til klefa eftir leikinn og segir hann:

“Í algjöru spennufalli komum við dómararnir niður í klefa eftir leik og fyrsta sem við gerum er að taka utan um hvorn annan. Aðallega vegna þess að deila svona reynslu er ómetanlegt en ekki síður vegna þess að við komumst, að okkar mati, mjög vel frá verkefninu. Gamanið kárnaði hins vegar fljótt þegar ég opna símann minn. Þessi skilaboð voru ein af fimm sem biðu mín eftir leik i gær, öll á svipaða vegu”

Skilaboðin sem Davíð birtir með færlu sinni eru af gagnrýni ónafngreinds áhorfanda sem á frekar ókurteisan hátt vill meina að skotklukkan hafi verið sein í gang í lokasókn Njarðvíkur í leiknum.

Skilaboðin er hægt að sjá með færslu Davíðs hér fyrir neðan, en með þeim lætur hann meðal annars fylgja að á löngum feril sínum sé þetta eitthvað sem hann hafi oft þurft að umbera eftir hitaleiki eins og þann er fram fór í gær. Þá bætir hann við:

“Úrslitakeppnin eru jólin í íslensku körfuboltalífi. En þó að það sé mikið í húfi og tilfinningar í hámarki þurfum við samt öll að gera betur en þetta!”

Fréttir
- Auglýsing -