spot_img
HomeFréttirLjóst hverjir leika til undanúrslita í 2. deild karla

Ljóst hverjir leika til undanúrslita í 2. deild karla

 
Átta liða úrslitum í 2. deild karla lauk um helgina og nú er ljóst hvaða lið munu mætast í undanúrslitum deildarinnar. ÍG fær heimaleik á móti Reyni Sandgerði og HK fær Skagamenn í heimsókn.
Úrslit í 8-liða úrslitum:

ÍG 103 – 69 Hrunamenn

ÍG: Bergvin Ólafarson 29/16 fráköst. Davíð Arthur Friðriksson 20/7 fráköst/5 stoðsendingar. Helgi Már Helgason 15/9 fráköst/7 stoðsendingar.
Hrunamenn: Hjálmur Hjálmsson 24/18 fráköst. Bragi Gunnarsson 17/6 fráköst/6 stoðsendingar. Jón Bjarnason 14
 
HK 86 – 63 Stál-Úlfur

Reynir Sandgerði 85 – 83 Patrekur
 
ÍA 103 – 79 ÍBV
 
Undanúrslitin líta þá svona út:
 
ÍG – Reynir
HK – ÍA
 
Ljósmynd/ www.245.is  – Frá leik Reynis og Patreks þar sem úrslitin réðust með dramatískum hætti.
Fréttir
- Auglýsing -