Dregið var í dag í annarri umferð Meistaradeild Evrópu, en landsliðsmiðherjinn Tryggvi Snær Hlinason og Casademont Zaragoza voru í pottinum.
Tryggvi Snær og félagar í Zaragoza voru dregnir í riðil L með Brose Bamberg frá Þýskalandi, Dinamo Sassari frá Ítalíu og Nymburk frá Tékklandi.
Leiknir verða sex leikir í annarri umferðinni, heima og heiman gegn hverju liði dagana 2. mars til 7. apríl. Eftir aðra umferðina tekur við átta liða úrslitamót, þar sem að efstu tvö lið hvers riðils verða með. Það mót verður haldiðfyrstu vikuna í maí, en ekki er búið að gefa út hvar það verður.
Tryggva og Zaragoza hefur gengið einkar vel þetta tímabilið í Meistaradeildinni. Unnu riðil sinn í fyrstu umferðinni með fimm sigrum og einu tapi.