Undir 20 ára lið kvenna lagði Írland í hádeginu í dag í 8 liða úrslitum Evrópumótsins í Sófíu í Búlgaríu, 88-45. Með sigrinum tryggði Ísland sig áfram í undanúrslit keppninnar, en liðið var jafnt bæði Írlandi og Úkraínu að sigrum í 2.-4. sæti milliriðilsins, en fer áfram á innbyrðisstöðu.
Ekki varð ljóst fyrr en seinna í dag hvort það yrði Belgía eða Holland sem myndi mæta Íslandi í undanúrslitunum, en Belgía náði að tryggja sér sigur í sínum 8 liða úrslitariðil með átta stiga sigri gegn Hollandi í dag, 62-70. Belgía er með gífurlega sterkt lið á þessu móti, sem hefur unnið alla fjóra leiki sína á mótinu til þessa.
Mikið er undir í leik laugardagsins, þar sem aðeins efstu tvö lið B deildarinnar eru örugg upp í A deildina að ári. Reyndar getur það farið svo að þjóðin sem heldur A deildina, Portúgal, endi í þremur af neðstu sætum A deildarinnar, en þá munu þrjú lið fara upp, þau tvö er fara í úrslitaleik B deildarinnar og það er vinnur leikinn um þriðja sætið.
Leikur Íslands gegn Belgíu í undanúrslitunum mun fara fram í Triaditza í höfuðborg Búlgaríu Sófíu kl. 17:30 á íslenskum tíma.