Undir 20 ára karlalið Íslands lauk riðlakeppni á Evrópumótinu í Gdynia í Póllandi í gær með tapi gegn Slóveníu. Áður hafði liðið lagt Svartfjallaland og tapað fyrir Litháen. Ísland því með einn sigur og tvö töp í þriðja sæti riðils síns inn í 16 liða úrslitin, en Slóvenía varð í efsta sæti með þrjá sigra og Litháen í öðru með tvo sigra og eitt tap.
Næst á dagskrá hjá liðinu eru 16 liða úrslit mótsins. Samkvæmt skipulagi mætir Ísland liði Belgíu sem endaði í öðru sæti C riðils með tvo sigra og eitt tap, en í riðlakeppninni lögðu þeir Makedóníu og Tyrkland og töpuðu fyrir Spáni.
Hérna má sjá skipulag 16 liða úrslita Evrópumótsins
Leikur Íslands og Belgíu í 16 liða úrslitunum fer fram kl. 18:30 á morgun miðvikudag og verður í beinu vefstreymi á YouTube rás FIBA.