Þrír leikir fóru fram í 8 liða úrslitum VÍS bikarkeppni karla í kvöld.
Valur lagði Sindra í Höfn í Hornafirði, bikarmeistarar Keflavíkur unnu Hauka í Blue höllinni og á Meistaravöllum kjöldró KR lið Njarðvíkur.
Í fyrsta leik 8 liða úrslitanna hafði Stjarnan haft betur gegn Álftanesi í gær. Ásamt þeim verða það því KR, Valur og Keflavík sem verða í pottinum þegar dregið verður í undanúrslit.
Undanúrslitin eru hluti af bikarviku KKÍ, en þá verða undanúrslit leikin dagana áður en úrslitaleikurinn fer svo fram. Undanúrslitin fara fram 18. og 19. mars í Smáranum og úrslitaleikir karla og kvenna verða síðan laugardaginn 22. mars.
Úrslit kvöldsins
VÍS bikar karla – 8 liða úrslit
Sindri 77 – 99 Valur
KR 116 – 67 Njarðvík
Keflavík 96 – 88 Haukar