Lokaleikur 16 liða úrslita Poweradebikarkeppninnar í karlaflokki fór fram í Hafnarfirði í kvöld þar sem Haukar tóku á móti ÍR. Heil deild skilur liðin að þetta tímabilið og urðu lokatölur í Hafnarfirði 78-95 ÍR í vil.
Þessi lið eru í pottinum á morgun þegar dregið verður í 8-liða úrslit:
Valur, Reynir Sandgerði, Stjarnan, Njarðvík, Keflavík, Grindavík, Snæfell og ÍR.
Haukar-ÍR 78-95 (19-31, 26-12, 25-27, 8-25)
Haukar: Haukur Óskarsson 17, Þorsteinn Finnbogason 14/4 fráköst, Emil Barja 12/7 fráköst/8 stoðsendingar, Davíð Páll Hermannsson 12/13 fráköst, Steinar Aronsson 6, Helgi Björn Einarsson 5/4 fráköst/6 stoðsendingar, Andri Freysson 5, Kristinn Marinósson 5, Jóhannes Páll Magnússon 2, Alex Óli Ívarsson 0, Hlynur Viðar Ívarsson 0, Jón Ólafur Magnússon 0.
ÍR: Eric James Palm 34/8 fráköst, Hreggviður Magnússon 17, Isaac Deshon Miles 17/5 fráköst/8 stoðsendingar, Nemanja Sovic 12/4 fráköst, Hjalti Friðriksson 9/7 fráköst, Sveinbjörn Claessen 3, Ellert Arnarson 2, Þorgrímur Emilsson 1, Friðrik Hjálmarsson 0, Vilhjálmur Theodór Jónsson 0, Þorvaldur Hauksson 0, Jón Orri Kristinsson 0.
Mynd/ Eric Palm heldur áfram að raða niður körfunum í liði ÍR.