spot_img
HomeNeðri deildir1. deild kvennaLjónynjurnar sigra eftir framlengingu

Ljónynjurnar sigra eftir framlengingu

Njarðvíkingar tóku á móti Fjölni í Njarðtaksgryfjiunni í kvöld. Njarðvík skoruðu fyrstu körfuna en jafnt var með liðunum í fyrsta leikhluta. Staðan eftir fyrsta leikhluta 12 – 13 gestunum í vil.
Barátta var mikil hjá báðum liðum og leikurinn áfram í járnum í öðrum leikhluta. Varnarleikurinn var góður en harður hjá báðum liðum í fyrri hálfleik. Bæði liðin fengu dæmdar á sig þó nokkuð að villum. Staðan í hálfleik 30 – 28 Njarðvík í vil.
Fjölnir mættu ákveðnari til leiks í þriðja leikhluta og komust 8 stigum yfir þegar um fjórar mínútur voru liðnar af leikhlutanum. Þær héldu áfram að bæta í og voru 12 stigum yfir eftir sex mínútna leik. Heiða Hlín Björsdóttir sem var komin með 10 stig í fyrstu tveim leikhlutunum gerði sér lítið fyrir og setti 16 stig á þessum sex mínútum. Njarðvíkurstúlkur tóku þá loksins við sér og náðu að minnka muninn fyrir fjórða leikhluta. Staðan eftir þriðja leikhluta 43 – 50.
Njarðvík mættu grimmar til leiks í fjórða leikhluta og komu sér hægt og rólega inn í leikinn og jöfnuðu þegar um um 5 mínútur voru eftir. Aðeins eitt stig skildi liðin að þegar um mínúta var eftir að leiknum og þegar 23 sekúndur voru eftir var allt jafnt 58 – 58, Njarðvík var með boltann, gerði vel að klára klukkuna áður en þær tóku opið skot sem rataði ekki niður. Framlenging!
Njarðvíkingar náðu yfirhöndinni í framlengingunni en bæði lið voru að spila hörku vörn og það var mikil barátta, það gekk þó ílla að finna körfuna hjá Fjölni. Lokatölur 71 – 61.

Byrjunarlið:
Njarðvík: Erna Freydís Traustadóttir, Vilborg Jónsdóttir, Jóhanna Lilja Pálsdóttir, Lára Ösp Ásgeirsdóttir og Sigurveig Sara Guðmundsdóttir.
Fjölnir: Heiða Hlín Björsdóttir, Hulda Ósk Bergsteinsdóttir, Fanney Ragnarsdóttir, Andrea Björt Ólafsdóttir og Magdalena Gísladóttir.

Hetjan:
Heiða Hlín Björsdóttir var best á vellinum hjá Fjölni, hún skilaði 30 stigum og tók 7 fráköst. Vilborg Jónsdóttir var góð í kvöld og skilaði 23 stigum og 7 fráköstum fyrir Njarðvík. Lára Ösp Ásgeirsdóttir var einnig góð en hún skilaði 18 stigum og 8 fráköstum.

Kjarninn:
Leikurinn var jafn og skemmtilegur fyrir hálfleik en þriðji leikhluti var leikhluti áhlaupa þar sem Fjölnir gjörsamlega átti völlinn framan af en Njarðvík tók svo við komst inn í leikinn aftur. Þrusu skemmtilegur leikur með framlengingu og hörku látum hjá tveim skemmtilegum og efnilegum liðum sem verður gaman að fylgjast með í vetur.

Tölfræði

Viðtöl:

Fréttir
- Auglýsing -