Martin Hermannsson gerði 10 stig þegar LIU Brooklyn sigraði UMASS Lowell í nótt með 84 stigum gegn 72. Martin bætti svo við 6 stoðsendingum og þremur fráköstum. Dagur Kár Jónsson átti stórleik með liði St. Francis þegar hann setti 15 stig og tók 5 fráköst í 69:62 sigri St Francis gegn Lafayette háskólanum. Gunnar Ólafsson setti 6 stig og tók 1 frákast fyrir St Francis.
Elvar Már Friðriksson skoraði 8 stig og enn fremur sendi 12 stoðsendingar á félaga sína í gær í sigri Barry University á liði Lynn University. Óvenjulega mikið skorað af háskólabolta leik en leikurinn endaði 101:109.
Marist stúlkur með Lovísu Henningsdóttir innanborðs sigruðu svo lið Quinnipiac, 56:47. Lovísa spilaði aðeins 1 mínútu í leiknum og komst ekki á blað.