spot_img
HomeFréttirLitli putti á deildarmeistaratitilinn

Litli putti á deildarmeistaratitilinn

 Sigurður Ingimundarson var í langferðabíl á leiðinni heim að syngja gömul dægurlög með liði sínu þegar Karfan.is náði tali af kappanum.  ” Þetta var gríðarlega stór sigur hjá okkur ég viðurkenni það. Snæfell er gríðarlega sterkt lið og erfitt að vinna á einhverjum veikleikum hjá þeim. Þannig að við einbeittum okkur bara að því að gera það sem við gerum mjög vel.  Það gekk eftir og ég er gríðarlega sáttur með daginn.” sagði Sigurður í samtali fyrir stundu. 
 ”Þær skora ekki stig fyrstu 5 mínúturnar í seinni hálfleik þar sem vörnin hjá okkur var gríðarlega góð.  Við erum að spila vel þessa dagana og í dag var Jessica að hitta vel og spilaði mjög vel fyrir okkur.  En að sumu leiti held ég að við eigum inni og þá sérstaklega í sóknarleiknum. Heildina yfir nokkuð sáttur með vörnina okkar. Við erum komin með litla putta á deildarmeistaratitliinn, nú dugar Snæfell ekki að vera jafnar okkur að stigum.” sagði Sigurður að lokum og tjáði okkur hjá Karfan.is að hann gæti ekki talað við okkur öllu lengur því stelpurnar voru að rukka hann um einsöng á laginu “Fjöllin hafa vakað” sem hann hafði lofað þeim á heimleiðinni.
Fréttir
- Auglýsing -