spot_img
HomeFréttirLítið skorað en sigur hjá UTPA

Lítið skorað en sigur hjá UTPA

15:02
{mosimage}

(María í leik með Keflavík á þarsíðustu leiktíð)

María Ben Erlingsdóttir og félagar í UTPA í bandaríska háskólaboltanum komust aftur á sigurbraut í nótt eftir stóran ósigur í síðasta leik. UTPA mætti Texas Southern á útivelli í nótt og hafði betur 47-38.

María var í byrjunarliði UTPA í nótt en var ekki að finna taktinn. Hún komst ekki á blað í stigaskorinu og lék 10 mínútur í leiknum. María brenndi af öllum fjórum skotunum sínum í leiknum en tók 2 fráköst. Síðasti leikur UTPA fyrir jól er annað kvöld þegar liðið mætir Schreiner skólanum á heimavelli.

[email protected]

Fréttir
- Auglýsing -