Litháísku meistararnir Rytas Vilnius eru sagðir á vilja semja við landsliðsmanninn Elvar Már Friðriksson fyrir komandi tímabil samkvæmt heimildum Körfunnar.
Elvar Már þekkir deildina í Litháen nokkuð vel eftir að hafa leikið fyrir Šiauliai tímabilið 2020-21, en það tímabil var hann valinn verðmætasti leikmaður deildarinnar eftir að hafa skilað 15 stigum og 8 stoðsendingum að meðaltali í leik fyrir liðið. Mun þetta hafa verið í eitt af aðeins fimm skiptum sem erlendur leikmaður hefur verið valinn verðmætasti leikmaður deildarinnar.
Á síðasta tímabili lék Elvar Már fyrir Antwerp Giants í BNXT deildinni í Belgíu/Hollandi, sem og í Evrópukeppni með liðinu áður en hann skipti yfir til Tortona á Ítalíu undir lok tímabils.