KR hefur samið við Ugne Kucinskaite um að leika með liðinu á komandi tímabili í fyrstu deild kvenna.
Ugne er 22 ára 183 cm framherji sem kemur frá Litháen. Hún lék siðast með BC 7bet Vilnius í efstu deild litháísku deildarinnar, en þar var hún með 16 stig og 10 fráköst að meðaltali í leik. Tímabilið þar á undan lék hún með Vilniaus Universitetas í efstu deild og var með 11 stig og 11 fráköst i leik. Einnig hefur Ugne leikið landsleiki yngri landsliðum Litháen.
Hörður Unnsteinsson, þjálfari meistaraflokks kvenna: “Ugne kemur með góða viðbót í okkar unga hóp, þá aðallega í formi frákasta og nærveru inn í teig. Hún er líka mjög lunkin körfuboltakona sem getur spilað vel flestar stöður á vellinum. Hún getur dripplað boltanum, hleypur völlinn vel og getur skotið fyrir utan, fjölhæfni hennar mun hjálpa okkur mikið.”