spot_img
HomeFréttirLitháar sterkari á lokasprettinum gegn Tyrkjum

Litháar sterkari á lokasprettinum gegn Tyrkjum

Litháar voru nú rétt í þessu að tryggja sig í fjögurra liða úrslit á heimsmeistaramótinu í körfubolta á Spáni. Litháar sigruðu Tyrkland 73:61 í leiknum sem háður var í Barcelona. Leikurinn var nokkuð jafn framan af en í fjórða leikhluta slitu Litháar sig loksins frá og sigruðu að lokum verðskuldað. Renaldas Seibutis var bestur þeirra Litháa í dag með 19 stig en hjá Tyrkjum var það Kerem Gönlum sem setti 13 stig og tók 9 fráköst.   LItháar bíða nú eftir sigurvegara úr leik Slóvena og Bandaríkjanna sem háður verður á eftir.
 
Fréttir
- Auglýsing -