8:42
{mosimage}
Leandro Barbosa leikmaður Brasilíu
Línur eru farnar að skýrast á Ameríkumótinu, Bandaríkjamenn og Argentínumenn halda sigurgöngu sinni áfram og aðra nótt verður úrslitaleikur á milli þeirra um hvort liðið endar í efsta sæti 8 liða úrslitariðilsins og mætir þá liðinu í 4. sæti. Brasilíumenn virðast nokkuð öruggir með 3. sætið en baráttan um 4. og síðasta sætið í undanúrslitum stendur á milli Uruguay og Kanada.
Bandaríkjamenn léku gegn Puerto Rico og sigruðu örugglega líka og áður, 117-78. Lebron James var stigahæstur Bandaríkjamanna með 21 stig en Carmelo Anthony skoraði 17. Elias Ayuso skoraði 13 stig fyrir Puerto Rico.
Argentína sigraði Kanada 85-70 eftir að hafa lagt grunninn að sigrinum í 1. leikhluta sem þeir unnu 26-8. Luis Scola skoraði mest fyrir Ólympíumeistarana, 23 stig en David Thomas var stigahæstur Kanadamanna með 13 stig.
Þá sigruðu Brasilíumenn Mexíkó 104-90 þar sem Leandrinho Barbosa var enn stigahæstur, nú með 21 stig en fyrir Mexíkóa skoraði Romel Beck 29 stig. Þessir tveir leikmenn eru nú jafnir í efsta sæti yfir stigahæstu menn í mótinu með 23,3 stig að meðaltali í leik.
Að lokum vann Venezuela Uruguay 88-79. Héctor Romero var heitur hjá Venezuelamönnum, skoraði 35 stig og tók 11 fráköst en hjá Uruguay skoraði Esteban Batista 21 stig.
Í dag fara fram 4 leikir en 8 liða úrslitunum lýkur svo á morgun.
Kanada – Mexíkó
Venezuela – Puerto Rico
Argentína – Brasilía
Uruguay – Bandaríkin
Mynd: www.fibaamerica.com