spot_img
HomeFréttirLíkur á að NM yngri landsliða verði í Finnlandi

Líkur á að NM yngri landsliða verði í Finnlandi

Framundan næsta sumar eru á dagskránni skemmtileg verkefni yngri landsliða Íslands í körfuknattleik og styttist í að undirbúningur hefjist formlega.

Þjálfarar liðanna munu velja fyrstu æfingahópa sína í kringum mánaðarmótin nóvember/desember og boða leikmenn á æfingar fyrir og milli jóla og nýárs.

Eftirtalin verkefni eru framundan á komandi ári:
U15 drengir og stúlkur æfingamót í Kaupmannahöfn 16.-19. júní
U16 drengir Norðurlandamót dags. síðar og Evrópukeppni 12.-20. ágúst
U16 stúlkur Norðurlandamót dags. síðar og Evrópukeppni 6.-14. ágúst
U18 drengir Norðurlandamót dags. síðar og Evrópukeppni 30. júlí-7. ágúst
U18 stúlkur Norðurlandamót dags. síðar og Evrópukeppni 23.-31. júlí
U20 drengir Norðurlandamót 26.-30. júní og Evrópukeppni 16.-24. júlí
U20 stúlkur Norðurlandamót 26.-30. júní

Ekki er hægt að gefa út dagsetningu á NM U16 og U18 þar sem töluverðar líkur eru á að mótið verði fært til Finnlands og ef það verður þar þá verður mótið í lok júní. Endanleg dagsetning kemur í ljós í síðasta lagi 30. nóvember.

Frétt af www.kki.is 
Mynd úr safni/ Frá NM í Svíþjóð 2012

Fréttir
- Auglýsing -