spot_img
HomeFréttirLiðsstyrkur til Þórsara

Liðsstyrkur til Þórsara

{mosimage}

 

Þór frá Akureyri hefur verið að styrkja sig fyrir átökin í 1. deildinni á komandi leiktíð en nýverið gengu þrír leikmenn til liðs við félagið. 

Helgi Hrafn Þorláksson sem leikið hefur með Fjölni allan sinn feril mun vera með Þór á næstu leiktíð en Helgi er leikstjórnandi og sterkur varnarmaður. Þá hafa Baldur Már Stefánsson og Birkir Heimisson snúið aftur en Baldur var hjá Tindastól á síðustu leiktíð og Birkir var skiptinemi í Bandaríkjunum.

Von er á frekari liðsstyrk norður yfir heiðar en nánari frétta af þeim málum er að vænta.

 www.thorsport.is  

Fréttir
- Auglýsing -