Íslenska landsliðið tekur þátt í lokakeppni Evrópumeistaramótsins í körfuknattleik á næsta ári. Þrátt fyrir 70-78 tap í hörku leik gegn Bosníu í kvöld komst Ísland áfram. Stemmningin var mögnuð í fullri Laugardalshöll en uppselt var á leikinn.
Svona lítur þetta þá út á næsta ári.
Liðin sem verða á EM: Spánn, Úkraína, Eistland, Frakkland, Slóvenía, Króatía, Litháen, Serbía, Finnland, Grikkland, Tyrkland, Lettland, Ísrael, Bosnía Herzegóvína, Belgía, Georgía, Tékkland, Þýskaland, Holland, Pólland, Makedónía, Ítalía, Rússland og Ísland.