spot_img
HomeFréttirLið í Tyrklandi notar merki Körfunnar á búningum sínum

Lið í Tyrklandi notar merki Körfunnar á búningum sínum

Það er ekki á hverjum degi sem lið í Tyrklandi tengja sig við íslenskan körfubolta en segja má að ritstjórn Körfunnar hafi rekið upp stór augu í morgun þegar litið var á samfélagsmiðla.

Lið í Tyrklandi virðist nefnilega nota merki (e. Logo) Körfunnar á búninga sína og tengja sig við Körfuna þannig. Liðið spilar í Bodrum í Tyrklandi en litlar upplýsingar hafa fengist um styrkleika liðsins eða í hvaða deild liðið spilar.

Forsprakki liðsins hefur deilt á Twittersíðu sinni búningum félagsins þar sem hið fagra merki Körfunnar er í aðalhlutverki.

Frábærar fregnir bárust svo síðdegis í dag þegar í ljós kom að lið Körfunnar í Tyrklandi náði í öruggan sigur í deildinni. Karfan.is vann öruggan 90-57 sigur. Óhætt er að segja að það sé ekki öll vitleysan eins en ritstjórn síðunnar hefur ekki haft nein tengsl við forsvarsmenn liðsins fyrir þetta. Því er um algjöra furðusögu að ræða en útrás Körfunnar í Tyrklandi er greinilega hafin.

Fréttir
- Auglýsing -