Haukur Helgi Pálsson og félagar í LF Basket höfðu áðan góðan 85-94 útisigur gegn Sundsvall Dragons í sænsku úrvalsdeildinni. EIns og kunnugt er leika fjórir Íslendingar með Drekunum.
Haukur Helgi var þriðji stigahæsti leikmaður LF með 17 stig og 3 fráköst. Hlynur Bæringsson gerði 18 stig, tók 13 fráköst og gaf 6 stoðsendingar í liði Sundsvall og Jakob Örn Sigurðarson bætti vði 17 stigum og 3 fráköstum. Þá var Ægir Þór Steinarsson með 9 stig og 2 stoðsendingar. Ragnar Nathanaelsson lék í rétt rúmar tvær mínútur en náði ekki að skora í leiknum.