spot_img
HomeBónus deildinBónus deild karlaLewis Clinch að snúa aftur í Grindavík?

Lewis Clinch að snúa aftur í Grindavík?

Grindvíkingar virðast vera að fá Lewis Clinch til að koma aftur til liðsins og leika með liðinu út tímabilið. Frá þessu greinir Vísir.is fyrir stundu. 

Clinch er ætlað að fylla í skrað Terrell Vinson sem var látinn fara í gær frá Grindavík. Clinch þekkir vel til hjá Grindavík en hann hefur verið tvö tímabil hjá liðinu áður.

Síðast var hann hjá liðinu fyrir tveimur árum þar sem Grindavík fór í úrslitaeinvígi Dominos deildarinnar þar sem liðið tapaði fyrir KR í oddaleik.

Clinch var með 21,3 stig að meðalatali í leik síðast þegar hann var hér. Grindavík mætir Keflavík í næstu umferð á fimmtudag.

UPPFÆRT: Frétt Vísis var uppfærð um miðjan dag þar sem kemur fram að forsvarsmenn Grindavíkur hafi ekki náð samkomulagi við Clinch en staðfesti þó að samningaviðræður hefðu átt sér stað. Frétt Vísis stendur enn. Endurkoma Lewis Clinch er því ekkert nema sögusagnir enn sem komið er og harmar Karfan að hafa birt slíka frétt sem byggð var á óstaðfestum heimildum.

Fréttir
- Auglýsing -