ÍR varð í dag VÍS bikarmeistari í 12. flokki karla í dag eftir sigur gegn KR í Laugardalshöllinni, 68-95.
Atkvæðamesti leikmaður vallarins í dag var leikmaður ÍR Leó Curtis, en hann skilaði 41 stigi, 13 fráköstum, stolnum bolta og 4 vörðum skotum. Þá fiskaði hann 13 villur og var með 44 framlagsstig fyrir frammistöðuna, en eftir að leik var lokið var hann valinn besti leikmaður úrslitaleiksins.

Karfan spjallaði við Leó rétt eftir hann tók við verðlaununum í Laugardalshöllinni.