spot_img

Lele Hardy snýr aftur!

Haukar hafa landað risastórum bita á leikmannamarkaðnum þetta sumarið. Hin magnaða Lele Hardy mun leika með liðinu á komandi leiktíð. Hún verður einnig aðstoðarþjálfari liðsins en hún þekkir vel til á Ásvöllum.

 

Í tilkynningu Hauka segir: „Lele er vel kunnug Haukum en hún lék með liðinu tímabilin 2013-2014 og 2014-2015. Lele er án vafa ein allra besta körfuboltakona sem leikið hefur á Íslandi.  Lele mun að auki vera aðstoðarþjálfari Ólafar Helgu Pálsdóttur aðalþjálfara.  Lele hefur undanfarið leikið með liði Tapiolan Honka í Finnlandi sem endaði í öðru sæti í deildinni á síðasta tímabili.  Lele lék lykilhlutverk með þeim og var framlagshæst með liðinu.“

 

Lele Hardy var valin besti erlendi leikmaður efstu deildar þrjú ár í röð 2011-2014 er hún lék með Njarðvík og Haukum. Ljóst er að einhverjar breytingar verða hjá Haukum því auk þjálfaraskiptanna mun Helena Sverrisdóttir ekki leika með liðinu á næstu leiktíð. 

 

Fréttir
- Auglýsing -